
Burðarvirki
Allir sökklar eru steinsteyptar og járnbentar einingar einangraðir að utan með sökkuleinangrun. Fyllt verður í sökkla undir botnplötu. Botnplötur verða steinsteyptar og járnbentar á malarpúða, einangrað undir plötur með 100 mm sökkuleinangrun.
Milliplötur verða filigranplötur með ásteypulagi.
Útveggir verða úr forsteyptum samlokueiningum þar sem burðarhlutinn er 150 mm, 100 mm steinullareinangrun og steypt 70mm veðurkápa.
Útveggir verða einnig úr einföldum forsteyptum einingum einangraðir að utan með steinull og klæddir með loftræstri báruálklæðningu í dökkum lit.
Þakburðarvirki er filgranplötur með ásteypulagi, ásteypulagið myndar þakhallann.
Svalir og stigar verða forsteyptar einingar.
Utanhússfrágangur og litaval
Gluggar, hurðir, lagnaefni og aðrir aðkeyptir byggingarhlutar sem notaðir verða í byggingunni skulu bera vottun samkvæmt ákvæðum í byggingarreglugerð.
Útveggir
Útveggir eru steyptar samlokueiningar með ljósri steyptri áferð annarsvegar en hinsvegar steyptar einingar einangraðar með steinull sem klæddar eru síðan klæddar dökkri báruklæðningu í dökkgrárri lit RAL 7022
Þak
Þakhalli er steyptur í þakplötu og er amk. 1:40, ofan á steypta plötu er steinullareinangrun og ofan á einangrun er ásoðinn pappi festur með díflum.
Gluggar og hurðir
Gluggar og hurðir eru ál-tré gluggar.
Allt gler sem nær niður að gólfi eða minna en 600mm uppí gler
skal vera öryggisgler og uppbygging (Hert og/eða samlímt) aðlöguð aðstæðum.
Gluggar eru í dökkgráum lit RAL 7022
Handrið
Handrið eru stálhandrið.
Frágangur á handriðum bæði inni og úti (gerð: gler og stál) skal uppfylla
og vera skv. kafla 6.5. byggingarreglugerðar nr. 112/2012
Einangrun, heildarleiðnitap og heildarorkuþörf
Undir botnplötu er einangrað með 100m plasteinangrun.
Útveggjasamlokueiningar eru einangraðir með 100mm steinullareinangrun
Klæddir útveggir eru einangraðir með 100mm steinullareinangrun
Flöt þök eru einangruð með steinullareinangrun, eitt lagi af undirlagsplata
og eitt lag yfirlagsplata með hærri rúmþyngd (sjá einnig varmatapsramma)
Einangrunarþykktir einstakra byggingarhluta
Einangrun útveggur 100 mm steinullarein. 80 kg/m³ (λ = 0.038)
Einangrun undir botnpl. 100 mm EPS einangrun 24 kg/m³ (λ = 0.033)
Einangrun flötþök. (undirlagspl): 2x100 mm steinullarein. 110 kg/m³(λ = 0.036)
Einangrun flötþök. (yfirlagsplata): 50 mm steinullarein. 180-200 kg/m³(λ = 0.038)
U-gildi einstakra byggingarhluta uppfylla ÍST 66
Sjá einnig meðfylgjandi varmatapsútreikninga



Innanhússfrágangur
Innveggir
Innveggir eru steyptar einingar sandsparslaðar og málaðar
Innihurðir:
Innihurðir eru hefðbundnar málaðar timburhurðir. Innhurðir skulu hafa umferðarmál a.m.k. 800 mm x 2000 mm þar sem krafist er algildrar hönnunar en annars er hurðir amk 700 mm x 2000 mm
Loft
Loft verða sandspörsluð og máluð.
Hvort innan byggingarinnar séu kerfisloft og uppbyggð gólf eða kerfisgólf o.þ.h. - Á ekki við
Lagnir
Vatnsinntök eru i þar til gerðum inntaksrýmum. Lagnaleiðir að lagnasköktum verður í grunni, lagnir
liggja í lagnastokkum upp hæðir og í deilikistur, frá deilikistum liggja lagnir í steyptri plötu og að notanda.
Upphitun
- Íbúðahús er hitað með ofnum, uppblöndun er á hitakerfi og verður hitastig á framrás um 70°C.
Lagnir verða pex og álpexlagnir.
- frárennsli hitaveitu skal fara í regnvatnslögn og hámarkshitastig þess skal
ekki vera hærra en 20°C
- við inntak er varmaskiptir á heitu neysluvatni
Gólfniðurföll
Gólfniðurföll eru í votrýmum merk GN á teikningum.
Loftræsing
Vélræn loftræsting er í baðherbergjum og eldhúsi, LR á grunnmyndum,önnur rými eru náttúrulega
loftræst
Loftræsikerfi skulu þannig hönnuð og frá þeim gengið að þau rýri ekki brunahólfun byggingarinnar
og stuðli ekki að reykútbreiðslu við bruna.
Hönnunin þarf að fylgja markmiðum byggingarreglugerðar.
Neysluvatnskerfi
Tryggja skal að hitastig vatns við töppunarstaði fari ekki yfir 65 gr. á Celsius. Það skal gert með
viðurkenndum öryggisbúnaði neysluvatnskerfa, t.d. varmaskipti.
Lagnir eru ál-pex lagnir eða sambærilegar vottaðar lagnir.
Frárennslislagnir
Lagt verður tvöfalt kerfi annars vegar fyrir skólplagnir og hinsvegar fyrir regnvatnslagnir frá þakniðurföllum
Þakniðurföll eru merkt á grunnmyndum
- ÞN þakniðurfall
- SNF svalarniðurfall
Snjóbræðslukerfi
Bílastæðum fyrir hreyfihamlaða verða snjóbrædd sem og stígar frá þeim bílastæðum að
aðalinngangi. Lagnir verða plastlagnir.
Brunavarnir
Eldvarnir
Flokkun og notkun byggingar
Húsið er íbúðarhús og er í notkunarflokki 3. Byggingin er tvær hæðir, tvær íbúðir verða á fyrstu hæð
og þrjár íbúðir verða á annarri hæð. Sér inngangur beint út er frá hverri íbúð.
Brunahólfun
Hver íbúð er eitt brunahólf með EI 90 veggjum og REI 90 hæðaskilum á milli íbúða.
Burðarvirki
Hæðaskil eru a.m.k. REI90.
Brunamótstaða aðalburðarvirkja er a.m.k. R90.
Brunamótstaða þaks er a.m.k. REI60.
Svalir eru a.m.k. REI60.
Veggir og Klæðningar
Húsið verður staðsteypt og einangrað að utan.
Allar klæðningar skulu uppfylla skilyrði skv. skv. ÍST EN 13501-1.
Utanhússklæðningar verða í flokki A.
Þakklæðningar verða a.m.k. í flokki B(roof.) (t2) skv. ÍST EN 13501-5.
Flóttaleiðir
Frá íbúðunum á jarðhæð eru flóttaleiðir annars vegar beint út um aðalinngang og hins vegar beint
út á verönd.
Frá íbúðunum á 2, hæð eru flóttaleiðir annars vegar beint út um aðalinnganga eða um svalir.
Reykskynjarar
Í hverri íbúð skulu vera reykskynjarar a.m.k. 1 skynjari á hverja 80 m2.
Loftræsikerfi og reyklosun
Útsogskerfi frá íbúðum skulu uppfylla kröfur skv. ÍST EN 13501-3 vera hannaðar skv. DS 428.
Þannig skal gengið frá loftræsikerfum að þau rýri ekki brunahólfun byggingarinnar og stuðli ekki að
reykútbreiðslu við bruna.
Sjálfstætt útsogsrör verður frá hverri íbúð. Einangra skal á milli útblástursröra með viðunandi hætti
innan lagnastokks.
Reyklosun verður um glugga og hurðir.
Slökkvitæki
Slökkvitæki skv. ÍST EN 3 skulu staðsett nálægt útgangi í hverri íbúð.
Slökkvitækin skulu sett upp af viðurkenndum aðila.
Aðkoma slökkviliðs
Aðkoma slökkviliðs er frá Sóleyjarklett
Hljóðvist
Hljóðhönnun miðist við að kröfur til hljóðvistar í byggingarreglugerð 112/2012 verði uppfylltar.
Gæðastig hljóðvistar m.t.t. ÍST 45 er hljóðflokkur C, sem er lágmarkskrafa skv. byggingarreglugerð.
Í grundvallaratriðum er kröfum um hljóðvist náð með nægjanlega þykkum steyptum veggjum og
steyptum plötum.
Gólfefni á steyptum plötum verða valin þannig að kröfur um högghljóðstig verði uppfylltar.
Hljóðeinangrandi hurðir verða valdar með hliðsjón af þeim hljóð-gæðaflokki sem miðað er við, og
sama gildir um hljóðeinangrandi gler í gluggum útveggja.
Öryggisbúnaður
Byggingin er búin brunaviðvörunarkerfi
Tæknibúnaður
Rafbílahleðsla
Möguleiki er á rafbílahleðslu skv. byggingareglugerð við bílastæði
Aðgengi og algild hönnun
Íbúðir á jarðhæð uppfylla kröfur algildrar hönnunar.
- Brunastúkur og gangar eru hannaðir með athafnarými hjólastóla í huga.
- Hámarks hæð þröskuldar við útihurðir og svalahurðir er 25mm.
-Á inngangs-/úti-/svalahurðum og brunahólfandi hurðum á pumpum skal
hámarks átak við opnun verða 25 N á handfangi og hámarks þrýstingur/tog
vera 40 N
- Snúningsradíus innan íbúða <55 m² (nettóst.) skal vera 650 mm.
- Snúningsradíus innan íbúða >55 m² (nettóst.) skal vera 750 mm.
- Umferðarbreidd hurða inní hús skal vera min. 0,83 m.
- Umferðarbreidd hurða innan íbúða skal vera min. 0,80 m.
- Hindrunarlaus leið skal vera frá bílastæðum hreyfihamlaðra að aðalinngangi byggingar.
- Snjóbræðsla verður skv. algildri hönnun.
- Yfirgangur milli svalagólfa og milligólfa verður aðlagaður hæðarmismuninum.
Frágangur lóðar
Frágangur á lóðarmörkum skal vera í samræmi við uppgefna hæðarkóta og landlegu og stallast í
þörfum í samræmi við það.
Garðlýsing og lýsing á aðkomusvæðum liggur lágt, er lágstemmd og kastar mestu ljósi niður á við.
Bílastæði eru malbikuð, göngustígar eru hellulagðir aðrir hluti lóðar eru grasflöt og pallar.
Bílastæði fattlaðra eru hellulögð og eru í sama fleti og gangstétt
Meðhöndlun sorps og meðferð hættulegra efna
Framtíðar áform eru um djúpgáma á lóð, sameiginlega fyrir alla íbúna á lóðinni.
Þar til það er frágengið verður sorptunnskýli við hvert hús.
Sértækar aðgerðir
_0_01_101_Grunnmynd%201_h%C3%A6%C3%B0.png)
_0_01_201_Grunnmynd%202_h%C3%A6%C3%B0.png)
_0_02_X01_Snei%C3%B0ingar%20AA%20%26%20BB.png)
_0_02_X02_Snei%C3%B0ing%20CC%20%26%20DD.png)
_0_03_X01_%C3%9Atlit%20su%C3%B0ur%20%26%20nor%C3%B0ur.png)
_0_03_X02_%C3%9Atlit%20austur%20%26%20vestur.png)
